Frumvarp ráðherra ávísun á langvarandi málaferli

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í um­sögn 20 líf­eyr­is­sjóða við frum­varp fjár­málaráðherra um slit ÍL-sjóðs seg­ir að frum­varpið muni auka út­gjöld, raska jafn­vægi og sé jafn­framt ávís­un á langvar­andi mála­ferli. 

Um­sögn­inni, sem var unn­in af lög­mannsþjón­ust­unni Logos, hef­ur verið skilað inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda. 

Grund­vall­ar­breyt­ing á af­stöðu ráðherra

Í til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóðunum seg­ir sam­an­dregið, að frum­varp ráðherra um slit ÍL-sjóðs feli í sér viður­kenn­ingu á rétti skulda­bréfa­eig­enda til vaxta af íbúðabréf­um allt til loka­gjald­daga og ábyrgð rík­is­ins á þeim. Felst í þessu grund­vall­ar­breyt­ing á af­stöðu ráðherr­ans frá því sem verið hafi.

„Frum­varpið myndi hins veg­ar vera fjarri því að ná yf­ir­lýst­um mark­miðum sín­um yrði það að lög­um. Það myndi að öll­um lík­ind­um auka við fjár­út­gjöld rík­is­ins, raska jafn­vægi á fjár­mála­markaði, skapa ára­tuga óvissu um upp­gjör á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs og skaða orðspor rík­is­ins. Lög­in myndu því bein­lín­is stríða gegn þeim mark­miðum sem að er stefnt. Þá virðist sem ekki hafi farið fram viðeig­andi grein­ing af hálfu ráðuneyt­is­ins eða Seðlabank­ans á fjár­mála­stöðug­leika, pen­inga­magni í um­ferð og þar með verðbólgu og fleiri slík­um þátt­um,“ seg­ir í at­huga­semd­un­um sem Logos hef­ur skilað fyr­ir hönd tutt­ugu líf­eyr­is­sjóða. 

Ríkið hygg­ist sniðganga ábyrgðaskuld­bind­ing­ar

Þá kem­ur jafn­framt fram, að frum­varpið beri þess skýr merki að ís­lenska ríkið hygg­ist sniðganga ábyrgðarskuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um þrátt fyr­ir viður­kenn­ingu þeirra á ytra borði. Laga­setn­ing­in fæli í sér eign­ar­nám eða bóta­skylda tak­mörk­un eign­ar­rétt­inda skulda­bréfa­eig­enda án þess að upp­fyllt væru skil­yrði stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um gæði laga­setn­ing­ar, al­menn­ingsþörf, fullt verð og kröf­ur um meðal­hóf.

Tekið er fram, að frum­varpið sé ávís­un á langvar­andi ágrein­ings­mál ís­lenska rík­is­ins við líf­eyr­is­sjóðina í land­inu fyr­ir dóm­stól­um.

Fjöl­marg­ar aðrar at­huga­semd­ir eru gerðar við frum­varps­drög­in og eru þær m.a. um efna­hags­lega þætti unn­ar í sam­ráði við dr. Hersi Sig­ur­geirs­son, pró­fess­or í fjár­mál­um við Há­skóla Íslands og Arctica Fin­ance. At­huga­semd­ir LOGOS fylgja með auk yf­ir­lits helstu punkta.

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur sagt að markmið stjórnvalda væri …
Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, hef­ur sagt að mark­mið stjórn­valda væri að taka á um­fangs­mikl­um fortíðar­vanda og draga úr tjóni skatt­greiðenda og kom­andi kyn­slóða um leið og skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs væru virt­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hér fyr­ir neðan má svo lesa í heild sinni sam­an­tekt líf­eyr­is­sjóðanna. 

  • Í frum­varp­inu er með al­menn­um hætti mælt fyr­ir um slitameðferð ógjald­færra op­in­berra aðila sem njóta ein­faldr­ar ábyrgðar rík­is eða sveit­ar­fé­lags. Þeirri slitameðferð svip­ar um margt til hefðbund­inna gjaldþrota­skipta, m.a. þar sem all­ar kröf­ur á hend­ur hinum ógjald­færa féllu í gjald­daga við upp­kvaðningu dómsúr­lausn­ar um slit og gagn­kvæm­ir samn­ing­ar féllu niður. Hins veg­ar er ljóst af efni at­huga­semda með frum­varps­drög­un­um og aðdrag­anda máls­ins að til­gang­ur þeirra og til­efni er sér­tækt og bein­ist að íbúðabréf­um út­gefn­um af ÍL-sjóði. Í frum­varp­inu birt­ist grund­vall­ar­breyt­ing á af­stöðu ráðherra til um­fangs þeirr­ar eign­ar­rétt­ar­vernd­ar, sem íbúðabréf í eigu líf­eyr­is­sjóða njóta, og viður­kennd­ur rétt­ur þeirra til vaxta allt til loka­gjald­daga og ábyrgð rík­is­ins á þeim. Því til sam­ræm­is ger­ir frum­varpið ráð fyr­ir sér­stakri bóta­reglu vegna þeirr­ar framtíðarávöxt­un­ar, sem líf­eyr­is­sjóðir færu á mis við vegna slitameðferðar. Sú efn­is­lega vernd, sem regl­an veit­ir eig­end­um íbúðabréfa, svar­ar hins veg­ar ekki til þeirr­ar ábyrgðar sem viður­kennd er í orði kveðnu.

  • Fjár­hags­leg­ar for­send­ur frum­varps­ins hafa gjör­breyst frá því sem var í októ­ber 2022 þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra lagði skýrslu sína um stöðu ÍL-sjóðs fyr­ir Alþingi og markaði upp­haf þess­ar­ar lög­gjaf­ar­vinnu. Miðað við stöðuna 1. nóv­em­ber sl. höfðu fyr­ir­sjá­an­leg­ar greiðslur úr rík­is­sjóði vegna slita ÍL-sjóðs auk­ist úr 50 millj­örðum króna í 74 millj­arða króna. Á sama tíma hafði tjón kröfu­hafa af slit­um minnkað úr 172 millj­örðum króna í 52 millj­arða króna, aðallega vegna hærri ávöxt­un­ar­kröfu. Bilið milli skulda­bréfa­eig­enda og ís­lenska rík­is­ins hef­ur því minnkað veru­lega síðan í októ­ber 2022 og þar með fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur frum­varps­ins. Hvergi er hins veg­ar vikið að þess­um gjör­breyttu for­send­um í frum­varps­drög­un­um og virðist ekk­ert end­ur­mat hafa átt sér stað af hálfu ráðuneyt­is­ins. 

  • Frum­varpið stríðir gegn mark­miðum sín­um og virðist lítið sem ekk­ert hafa verið hugað að lík­leg­um áhrif­um þess í reynd, yrði það að lög­um. Ekki virðist hafa farið fram viðhlít­andi grein­ing af hálfu ráðuneyt­is­ins á mögu­leg­um áhrif­um frum­varps­ins, svo sem á viðskipti með skulda­bréf, jafn­vægi á fjár­mála­markaði, pen­inga­magn í um­ferð og þar með verðbólgu, eða áhrif frum­varps­ins á fjár­mögn­un þeirra aðila, sem frum­varpið varðar, til framtíðar.

  • Útgjalda­aukn­ing í stað sparnaðar (aðal­mark­mið): Sparnaður af því að sniðganga ábyrgðarskuld­bind­ing­ar rík­is­ins yrði ét­inn upp af aukn­um út­gjöld­um rík­is­sjóðs sem leiða myndu af frum­varp­inu. Í fyrsta lagi ger­ir frum­varpið ráð fyr­ir hraðri slitameðferð, og þar með hröðu sölu­ferli á eign­um sjóðsins, sem leiðir al­mennt til lægra sölu­verðs. Því minna sem fæst fyr­ir eign­irn­ar, því meira þarf að ganga á ábyrgð rík­is­ins, króna fyr­ir krónu. Í öðru lagi væru auk­in út­gjöld vegna ár­legra drátt­ar­vaxta, um­fram vexti og verðbæt­ur, upp á um 38 millj­arða króna. Í þriðja lagi myndi frum­varpið leiða til vanefnd­ar á ábyrgð rík­is­ins og hafa þannig áhrif á láns­hæfi þess, sem aft­ur leiðir til auk­ins fjár­magns­kostnaðar rík­is­ins. 

  • Auk­in óvissa þar sem eng­in var fyr­ir: Eina óviss­an sem rík­ir í dag um upp­gjör íbúðabréfa staf­ar af ráðagerð fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, enda fengj­ust þau ann­ars greidd sam­kvæmt efni sínu af ÍL-sjóði eða rík­is­sjóði á áður um­sömd­um gjald­dög­um. Með frum­varp­inu er stefnt að því að fresta end­an­legu upp­gjöri vegna tapaðrar framtíðarávöxt­un­ar til loka­gjald­daga íbúðabréfa, árin 2034 og 2044. Þær regl­ur sem um það eiga að gilda eru enn frem­ur ófyr­ir­sjá­an­leg­ar og gera for­dæma­laus­ar og þversagna­kennd­ar kröf­ur til skulda­bréfa­eig­enda um tak­mörk­un tjóns með staðgöngu­fjár­fest­ing­um. Þrátt fyr­ir að þeim sé ætlað að tak­marka tjón eru skulda­bréfa­eig­end­ur knún­ir til að gera það með mun áhættu­sam­ari fjár­fest­ing­um, með óljós­um af­leiðing­um fyr­ir bóta­rétt þeirra.
     
  • Áhrif á eigna­verð og rösk­un á fjár­mála­stöðug­leika þar sem jafn­vægi var fyr­ir: Laga­setn­ing­in sem slík myndi óhjá­kvæmi­lega hafa frek­ari áhrif á ávöxt­un­ar­kröfu rík­is­skulda­bréfa til hækk­un­ar, með til­heyr­andi áhrif­um á fjár­mála­stöðug­leika. Þá myndi slitameðferð í sam­ræmi við lög­in kalla á um­fangs­mikla eigna­sölu og veru­lega aukn­ingu á grunn­fé í seðlabanka og inn­lán­um banka­kerf­is­ins á skömm­um tíma, en grunn­fé í seðlabanka gæti auk­ist um allt að 440 millj­arða króna, úr 400 millj­örðum, og inn­lán banka­kerf­is­ins um allt að 565 millj­arða króna, úr 2.800 millj­örðum króna. Slitameðferðin væri því til þess fall­in að skapa óróa á eigna­markaði, vörumarkaði og gjald­eyr­is­markaði, enda myndu nýir fjár­mun­ir leita þangað.

  • Nei­kvæð áhrif á orðspor rík­is­ins og láns­hæfi: Samþykkt frum­varps­ins fæli í sér vanefnd á ábyrgð rík­is­ins á skuld­um ÍL-sjóðs og að öll­um lík­ind­um „default“ sam­kvæmt skil­grein­ingu alþjóðlegra mats­fyr­ir­tækja. Frum­varpið er því til þess fallið að draga úr trausti fjár­festa til ís­lenska rík­is­ins frem­ur en að auka það, sem hef­ur nei­kvæð áhrif á láns­hæfi og eyk­ur þar með fjár­magns­kostnað rík­is­ins til framtíðar. 

  • Ótíma­bær gjald­fell­ing íbúðabréfa eft­ir regl­um frum­varps­ins myndi í reynd gera það að verk­um að eig­end­ur þeirra ættu ekki leng­ur rík­is­tryggð skulda­bréf út samn­ings­tím­ann, sem hefðu fjár­hags­legt gildi, gætu gengið kaup­um og söl­um og upp­fylltu ströng lögákveðin skil­yrði um fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóða. Íbúðabréf­in væru þeim ónýt eign vegna laga­setn­ing­ar sem raskaði þegar stofnuðum samn­ings­skuld­bind­ing­um með aft­ur­virk­um hætti. Slík íhlut­un telst eign­ar­nám í skiln­ingi stjórn­ar­skrár og MSE. Þó að ríkið hafi nú viður­kennt bóta­skyldu vegna tapaðrar framtíðarávöxt­un­ar breyt­ir ráðagerð um bæt­ur því ekki að skulda­bréf­in sem slík væru ónýt eign, þ.e. frum­varpið fæli enn í sér eign­ar­nám þó að bæt­ur kæmu fyr­ir. Því þurfa lög á grund­velli frum­varps­ins að upp­fylla sjálf­stæð skil­yrði um al­menn­ingsþörf og meðal­hóf, auk þess að mæta áskilnaði stjórn­ar­skrár um fullt verð. Lög á grund­velli frum­varps­ins myndu hins veg­ar ekki upp­fylla kröf­ur 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 1. gr. 1. viðauka MSE.

  • Kröf­ur til laga­heim­ild­ar: Óum­deil­an­lega væri áskilnaður stjórn­ar­skrár og MSE um laga­heim­ild upp­fyllt­ur að form­inu til ef frum­varpið yrði samþykkt. Hins veg­ar þurfa laga­heim­ild­ir sem tak­marka mann­rétt­indi líka að upp­fylla efn­is­leg­ar kröf­ur um skýr­leika og fyr­ir­sjá­an­leika. Ný­stár­leg­ar og óhefðbundn­ar bóta­regl­ur frum­varps­ins um margra ára frest­un bóta­skyldu vegna tapaðrar framtíðarávöxt­un­ar og tak­mörk­un tjóns gera það ekki.  Eig­end­um íbúðabréfa er ókleift að sjá fyr­ir beit­ingu þeirra með sann­gjörn­um hætti og haga mál­um sín­um í sam­ræmi við það, þ.e. taka ákv­arðanir um staðgöngu­fjár­fest­ing­ar þess sem feng­ist greitt strax við upp­gjör þannig að þeir verði eins sett­ir og ef eng­in lög hefðu verið sett. Rétt eins og skulda­bréfa­eig­end­ur yrðu í óvissu um bóta­rétt sinn hafa þing­menn, sem ættu að greiða at­kvæði um frum­varpið, eng­ar for­send­ur til að sjá fyr­ir um­fang bóta­skyldu rík­is­ins og þar með fjár­hags­leg­ar af­leiðing­ar frum­varps­ins fyr­ir rík­is­sjóð. 

  • Al­menn­ingsþörf: Aðal­mark­mið ráðherra með frum­varp­inu er að spara ís­lenska rík­inu út­gjöld sem hlyt­ust af því að efna þær skýru og ótví­ræðu skuld­bind­ing­ar, sem ríkið hef­ur und­ir­geng­ist, í sam­ræmi við skil­mála íbúðabréfa. Í ljósi þeirra krafna sem gerðar hafa verið í dóma­fram­kvæmd ís­lenskra dóm­stóla og MDE til nauðsynj­ar þess að tak­marka eign­ar­rétt­indi er vand­séð að skil­yrðið um al­menn­ingsþörf sé upp­fyllt. Hvorki al­var­legt efna­hags­ástand né bág fjár­hags­staða rík­is­sjóðs kalla á laga­setn­ing­una. Áhætta rík­is­ins af ÍL-sjóði hef­ur verið fyr­ir­séð allt frá ár­inu 2004 og get­ur staða hans því ekki tal­ist skyndi­legt eða óvænt neyðarástand. Þvert á móti er hún afurð þeirr­ar póli­tísku stefnu­mót­un­ar sem átti sér stað í upp­hafi og síðari ákv­arðana um rekst­ur og fjár­mögn­un ÍL-sjóðs, sem ekki hafa reynst hon­um hag­stæðar. Íslenska ríkið stend­ur ekki frammi fyr­ir nein­um greiðslu­vanda og eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að tor­velt muni reyn­ast að efna ábyrgð á skuld­bind­ing­um ÍL-sjóðs í framtíðinni. Þvert á móti verður ráðið af út­tekt­um Seðlabank­ans og alþjóðlegra mats­fyr­ir­tækja að ÍL-sjóður sé ekki sér­stakt áhyggju­efni fyr­ir rík­is­sjóð. Þá er aug­ljóst að al­menn­ingsþörf stend­ur ekki til hagræðing­araðgerða á kostnað skulda­bréfa­eig­enda ef þær leiða í reynd til auk­inna út­gjalda rík­is­sjóðs, líkt og áður er út­skýrt.
     
  • Fullt verð: Frum­varpið miðar við að upp­gjör við eig­end­ur íbúðabréfa verði tvíþætt. Ann­ars veg­ar fá­ist verðbætt­ur höfuðstóll greidd­ur ásamt áfölln­um vöxt­um við slitameðferð, og lögð sú skylda á skulda­bréfa­eig­end­ur að ávaxta þær greiðslur eft­ir fremsta megni fram að loka­gjald­dög­um íbúðabréf­anna. Þá fyrst geti þeir hins veg­ar beint bóta­kröfu að ís­lenska rík­inu sem ábyrgðar­manni vegna tapaðrar framtíðarávöxt­un­ar. Með öðrum orðum eru bæt­ur greidd­ar fyr­ir ónýtu íbúðabréf­in að hluta við slitameðferð og eig­end­um íbúðabréfa falið að ávaxta þann hluta upp í full­ar bæt­ur á ára­tug eða tveim­ur áður en lög heim­ila þeim að sækja mis­mun­inn til ábyrgðar­manns. Þetta fyr­ir­komu­lag stenst ekki kröfu 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár um fullt verð og er í ósam­ræmi við al­menn­ar regl­ur um ákvörðun eign­ar­náms­bóta. Þegar eign er tek­in eign­ar­námi ber að staðgreiða bæt­ur sem taka mið af verðmæti eign­ar­inn­ar á því tíma­marki sem eig­andi er svipt­ur umráðum. Ákvörðun þess­ar­ar fjár­hæðar er eng­um vand­kvæðum bund­in enda tek­ur markaðsvirði skulda­bréfa mið af ein­greiðslu­verðmæti þeirra miðað við nú­virt framtíðargreiðsluflæði. Auðvelt væri að staðreyna þá fjár­hæð á því tíma­marki sem íbúðabréf­in yrðu ónýt vegna lag­anna. Jafn­framt væri auðvelt að staðreyna að hluta­greiðslur miðað við verðbætt­an höfuðstól og áfallna vexti næmu lægri fjár­hæð en hinu fulla verði. Þó að eig­end­um íbúðabréfa tæk­ist að ávaxta hluta­greiðslur eft­ir það tíma­mark myndi það ekki breyta þeirri staðreynd að 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár hefði þegar verið brot­in þar sem full­ar bæt­ur hefðu ekki verið greidd­ar á tíma­marki eign­ar­svipt­ing­ar. Við ákvörðun fulls verðs í sam­ræmi við 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár kem­ur því ekki til kasta skaðabóta­reglna um tjónstak­mörk­un­ar­skyldu vegna síðari ráðstöf­un­ar eign­ar­náms­bót­anna. Og jafn­vel þótt regl­ur um tjónstak­mörk­un ættu við er frum­varpið reist á mis­skiln­ingi um inn­tak slíkra reglna. Tjónþola ber aðeins að grípa til tjónstak­mörk­un­ar­ráðstaf­ana sem eru skyn­sam­leg­ar og aug­ljós­ar en hon­um er óskylt að leggja sig í hættu. Hins veg­ar ger­ir frum­varpið kröfu til skulda­bréfa­eig­enda um tjónstak­mörk­un með ávöxt­un sem ekki er unnt að ná nema með því að fjár­festa í áhættu­sam­ari fjár­mála­gern­ing­um en íbúðabréf­um. Aug­ljós þver­sögn felst í því að gera kröfu um skyn­sam­lega tak­mörk­un tjóns með áhættu­söm­um ráðstöf­un­um, sér í lagi ef skulda­bréfa­eig­end­um tekst illa til þannig að bóta­skylda rík­is­ins auk­ist.

  • Meðal­hóf: Frum­varpið fell­ur á öll­um hefðbundn­um próf­stein­um ís­lenskra dóm­stóla og Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um meðal­hóf. Í fyrsta lagi er langvar­andi frest­un á greiðslu fullra bóta þá þegar brot á meðal­hófi í til­viki eign­ar­náms. Í öðru lagi skerðir frum­varpið eign­ar­rétt­indi án þess að geta náð sett­um mark­miðum, líkt og áður er rakið. Í þriðja lagi yrði skulda­bréfa­eig­end­um gert ókleift um lengri tíma að bera rétt­indi sín og skyld­ur und­ir dóm­stóla í sam­ræmi við kröf­ur stjórn­ar­skrár og MSE um rétt­láta málsmeðferð, þrátt fyr­ir að þeir hefðu all­ar for­send­ur til að leysa úr ágrein­ingi um bóta­skyldu þegar við upp­gjör ÍL-sjóðs. Í fjórða lagi myndi frum­varpið taka skýrt af­mörkuð og virk rétt­indi til­tek­inna kröfu­hafa rík­is­sjóðs út fyr­ir sviga og leggja á þá ein­stak­lings­bundna og óhóf­lega byrði, án þess að nauðsyn standi til þess, í and­stöðu við það jafn­vægi sem ríkja verður milli al­manna­hags­muna og grund­vall­ar­rétt­inda ein­stak­lings­ins. Loks hefði frum­varpið í för með sér aft­ur­virka rösk­un á þegar stofnuðum samn­ings­skuld­bind­ing­um sem kaup­end­ur íbúðabréfa gátu ómögu­lega séð fyr­ir, í and­stöðu við rétt­mæt­ar vænt­ing­ar þeirra.

  • Vegna þeirra margþættu ann­marka á frum­varp­inu, sem hér hafa verið rakt­ir, yrði laga­setn­ing á grund­velli þess óhjá­kvæmi­lega ávís­un á langvar­andi ágrein­ings­mál fyr­ir dóm­stól­um með til­heyr­andi kostnaði og óvissu fyr­ir ríki og skulda­bréfa­eig­end­ur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka