Seðlabanki Íslands heldur kynningu í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 9:30 í tilefni af yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans og útgáfu Peningamála.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar á fundinum.
Hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.