Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.
Birkir Hrafn, sem kemur til Höfða frá Vegagerðinni, mun hefja störf í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Hann er með M.Sc. próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur gegnt stöðu forstöðumanns stoðdeildar mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni, auk annara verkefna. Áður starfaði Birki hjá verkfræðistofunni Verkís.
„Við erum mjög ánægð að fá Birki inn í okkar öfluga stjórnendateymi. Hann býr yfir fjölþættri reynslu úr fyrri störfum sem nýtist vel við þau metnaðarfullu verkefni sem fram undan eru,“ er haft eftir Helga Geirharðssyni í tilkynningunni.