Kaupa í DTE fyrir 330 milljónir

Karl Ágúst Matthíasson framkvæmdastjóri DTE.
Karl Ágúst Matthíasson framkvæmdastjóri DTE. Ljósmynd/Aðsend

Nordic Secondary Fund hefur keypt almenn bréf af nokkrum af elstu hluthöfum hátæknifyrirtækisins DTE fyrir um 2,4 milljónir dala, sem sam­svarar rúm­lega 330 milljónum króna á núverandi gengi.

Í tilkynningu frá DTE kemur fram að sjóðurinn sé eina fjárfestingafélagið á Norðurlöndunum sem sérhæfir sig í fjárfestingum á útgefnum bréfum óskráðra fyrirtækja, sem hafa lokið Series-A-fjármögnun og eru á hraðri uppleið.

Þar er einnig haft eftir Peter Sandberg, stofnanda Nordic Secondary fund, að sjóðurinn hafi reynt að komast yfir hlut í fyrirtækinu í yfir tvö ár.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK