SÍ náð markmiðum fyrir löngu

Kjartan segir að að samdráttur í innflutningi sjónvarpa nemi 32% …
Kjartan segir að að samdráttur í innflutningi sjónvarpa nemi 32% á fyrstu níu mánuðum ársins.

Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri raftækjaverslunarinnar Ormsson, segir að Seðlabankinn sé fyrir löngu búinn að ná árangri með stýrivaxtahækkunum sínum. Hann segir að bankinn hafi hækkað vexti of mikið og of hratt. Þá segir hann að verðbólguna sé ekki að finna í raftækjaverði eða í smásölunni. Ástæðuna sé aðallega að finna í uppgangi ferðaþjónustunnar, opinberum útgjöldum og íslensku krónunni.

Eitt ár frá tásumyndum

„Í dag er eitt ár síðan Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lét ummælin um „tásumyndir á Tene“ falla, þar sem hann latti fólk til að fara í sólarlandaferðir til að sporna við verðbólgunni. Á sama tíma hækkuðu stýrivextir upp í 6%. Þetta var í miðri Black Friday-viku eins og núna. Þau markaðsgögn sem við styðjumst við sýna svart á hvítu að stýrivaxtahækkunin og ummælin slógu strax á neyslu þessa stærstu verslunarviku ársins og var það fyrsta Black Friday-vikan í mörg ár sem það gerðist. Það er mitt mat og annarra að Seðlabankanum hafi tekist ætlunarverk sitt fyrir löngu, að draga úr neyslu í samfélaginu, og að hann hafi tekið of fast í bremsuna og of hratt,“ segir Kjartan ómyrkur í máli. „Allt sem bankinn ætlaði að fá út úr þessu er löngu komið fram,“ bætir hann við. „Hvað á að ganga nærri fyrirtækjum í landinu áður en menn átta sig á að það er búið að slá á neysluna,“ spyr Kjartan.

Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson.
Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson. Kristinn Magnússon

Hann segir sölu raftækja á einstaklingsmarkaði í landinu hafa dregist saman um 6,8% það sem af er ári.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK