Skattaafslátturinn reynst vel

Stuðningur við rannsóknir og þróun hefur aukist hvað mest hér …
Stuðningur við rannsóknir og þróun hefur aukist hvað mest hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. mbl.is/Árni Sæberg

Skattastuðningur vegna rannsókna og þróunar hefur hvetjandi og jákvæð áhrif á fyrirtæki til frekari fjárfestinga á því sviði. Er hvatt til þess að lítil og meðalstór fyrirtæki fái áfram hlutfallslega meiri stuðning en stærri fyrirtæki líkt og gert var með breytingu á lögunum árið 2020.

Þetta er niðurstaða úttektar OECD sem var unnin að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Stuðningur aukist hvað mest á Íslandi

Stuðningur við rannsóknir og þróun fór úr því að vera 0,07% af vergri landsframleiðslu árið 2006 í rúmlega 0,42% árið 2020. Hefur stuðningurinn aukist hvað mest hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd.

Frá árinu 2020 hafa lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið 35% af kostnaði við rannsóknir og þróun í skattaafslátt en stór fyrirtæki 25%. Hámark er á kostnað fyrirtækja sem skattaafslátturinn nær til og er hámarkið 1,1 ma.kr. rekstrarárið 2023.

Þörf á að bæta samvinnu

OECD metur það svo að fyrirtæki virðist hafa góðan skilning á gildandi reglum um málaflokkinn. Hins vegar er á það bent að þörf sé á aukinni gagnasöfnun og greiningu, svo leggja megi sem best mat á árangur af þessum stuðningi, bæði gagnvart viðkomandi fyrirtækjum og í þjóðhagslegu samhengi.

Jafnframt er þörf á að bæta samvinnu þeirra stofnana sem að málaflokknum koma og huga að lagabreytingum á þeim atriðum sem snúa að eftirliti og gagnasöfnun. Munu ráðuneytin í framhaldinu vinna úr tillögum úttektarinnar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK