Þorsteinn ráðinn til Stoðar

Þorsteinn Jóhannesson.
Þorsteinn Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Stoðar hefur ráðið Þorstein Jóhannesson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Þá tekur hann einnig sæti í framkvæmdastjórn Veritas, móðurfélags Stoðar.

Þorsteinn hefur 20 ára reynslu sem leiðtogi í fjölbreyttu rekstrarumhverfi, m.a. hjá framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Síðast gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Röntgen Orkuhússins. Þorsteinn er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er virkilega ánægjulegt að hefja störf hjá Stoð. Fyrirtækið á sér merkilega sögu og hefur í áratugi gegnt mikilvægu hlutverki við að bæta lífsgæði fólks á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks, með mikla þekkingu og hlakka ég til að vinna með þeim að tækifærunum sem fram undan eru,“ segir Þorsteinn í tilkynningu.

„Við bjóðum Þorstein hjartanlega velkominn til starfa hjá samstæðunni. Stoð byggir á mikilli reynslu og sérhæfingu og mun undir stjórn Þorsteins sækja enn frekar fram í lausnum sem styðja við fjölbreyttan hóp viðskiptavina,“ segir Þóranna Jónsdóttir, forstjóri Veritas, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK