Verð á gulli komið yfir 2000 dollara

Lækkandi vextir og veikur dollar eykur á aðdráttarafl gullsins.
Lækkandi vextir og veikur dollar eykur á aðdráttarafl gullsins. ISSEI KATO

Heimsmarkaðsverð á gulli fór í yfir 2.000 dali á únsu á þriðjudaginn sl. studd af væntingum um að stýrivextir seðlabanka Bandaríkjanna hefðu náð hámarki, eftir bankinn gaf í skyn meiri varfærni á frekari hækkunum. Um þetta er fjallað í frétt Reuters-fréttaveitunar.

Hækkun virðist einnig drifin af veikingu á gengi dollarsins, sem gerir gull ódýrara fyrir aðra gjaldeyrirseigendur, og viðmiðunarávöxtunar krafa á 10 ára bandarískum ríkisskuldabréfum var nálægt tveggja mánaða lágmarki í síðustu viku. Það eru merki að verðbólgan í Bandaríkjunum sé að hjaðna, sem eykur á væntingar um vaxtalækkanir séu í kortunum, segir enn fremur í frétt Reuters.

Neikvæði fylgni á milli vaxta og gullverðs

Öllu jafna hafa lækkandi vextir hækkunaráhrif á gull, þar sem neikvæð fylgni er á milli gullverðs og vaxta. Undir venjulegum kringumstæðum hækkar verð á gulli þegar vextir lækka og öfugt. Þegar vextir eru háir er meira aðlaðandi að fjárfesta í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum og öðrum fjármálagerningum. Hins vegar valda lágir vextir að slíkar fjármálaeignir verða minna aðlaðandi fyrir fjárfesta sem eykur á eftirspurn eftir gulli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK