BlackRock stærsti eigandi JBT

Marel er að mestu í eigu íslenskra aðila.
Marel er að mestu í eigu íslenskra aðila. mbl.is/Hjörtur

Til tíðanda dró í nótt þegar Marel sendi tilkynningu til Kauphallarinnar um að bandaríska stórfyrirtækið John Bean Techologies Corporation(JBT), hefði lagt fram óskuldbindandi yfirtökutilboð í Marel. Tilboðið er háð samþykki hluthafa JBT, eftirlitsaðila og 90% hluthafa Marels.

Háþróuð kerfi fyrir matvælaiðnað

JBT var stofnað árið 2008 þegar FMC Technologies samstæðan seldi alla starfsemi fyrir utan orkuhlutann. Í ágúst sama ár var fyrirtækið skráð í Kauphöllina í New York. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á tæknilausnum og þjónustu fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinn. Þar má nefna lausnir fyrir vinnslu á kjöti, sjávarfangi og alifuglavörum, tilbúnum máltíðum, geymslupökkuðum matvælum, safa og mjólkurvörum og ávaxta-og grænmetisvörum.

Höfuðstöðvar JBT eru í Chigago borg í Illinois ríki og 7.200 manns starfa hjá félaginu. 

Fyrirtækið rekur sögu sína alveg til ársins 1884 í Kaliforníufylki, þegar garðyrkjumaðurinn John Bean stofnaði Bean Sprey Pump Company. Fyrsta vara fyrirtækisins var stimpildæla til að dæla skordýraeitri á ávaxtagarða. Árið 1928 keypti Bean tvö önnur fyrirtæki og breytti nafninu í kjölfarið í Food Machinery Corporation eða FMC, sem seldi eins og fyrr segir alla hlutdeild sína JBT árið 2008.

BlackRock með mestu hlutdeildina í JBT

Stærsti hluthafi JPT er BlackRock, stærsta eignarstýringafyrirtæki heims, með 14,15% hlut. Þá fara Vanguard eignastýringarsjóðirnir með 10,70%. Kauhallarsjóðurinn iShares Core Small CAP á 6,73%, Champlain fjárfestingasjóðurinn á 4,77% og T. Rowe eignastýringasjóðurinn 4,44%.

Markaðsvirði JBT er 3,39 milljarðar bandaríkjadala, tæplega 468 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsvirði Marels um 320 milljarðar króna.

JPT hefur með tilkynningu til kauphallarinnar í New York staðfest yfirtökutilboðið. Þar kemur fram að Eyrir invest, sem á sem kunnugt er fjórðungshlut í Marel, hafi skuldbundið sig til að samþykkja valfrjálsa tilboðið. Þá kemur jafnframt fram að Eyrir hafi skuldbundið sig til þess að selja ekki bréf sín í Marel öðrum á meðan tilboðið liggur fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilkynningu JPT.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK