Markaðurinn opnar fagurgrænn

Ljósmynd/Aðsend

Það er óhætt að segja að hlutabréfamarkaðurinn hafi opnað fagurgrænn nú í morgunsárið. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 9% það sem af er degi, en þar munar vissulega mestu um 30% hækkun á gengi Marels eftir að óformlegt yfirtökutilboð barst í félagið í nótt. Viðskipti með bréf í félaginu voru stöðvuð tímabundið en hafa nú verið heimiluð á ný. 

Það hafa þó fleiri félög hækkað það sem af er degi. Þegar þetta er skrifað, um kl. 11, hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað um 7,7%, bréf í Íslandsbanka um 6,5%, í Reitum um 5,5% og í Brim um 5,4%. Bréf í Eik, Kviku og Icelandair hafa einnig hækkað meira en 5%.

Þó er rétt að taka fram að það eru ekki mikil viðskipti á bakvið fyrrnefndar hækkanir. Velta með bréf í Alvotech nemur um 230 milljónum króna, velta með bréf í Reitum er um 170 milljónir og í Íslandsbanka nemur hún um 250 milljónum króna.  Mest er veltan með bréf í Síldvarvinnslunni (sem birti uppgjör í gær), eða tæpar 500 milljónir króna, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 1,7%.

Hækkanirnar í morgun eru þó ákveðin viðbrigði við þeirri stöðu sem hefur ríkt á hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum, þar sem flest öll skráð félög hafa lækkað umtalsvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK