Viðskipti stöðvuð eftir 28,5% hækkun í Marel

mbl.is/Hjörtur

Kauphöllin stöðvaði viðskipti með bréf í Marel skömmu eftir opnun markaða í morgun. Bréf fyrirtækisins höfðu hækkað um 28,5% í fyrstu viðskiptum eftir tilkynningu félagsins í nótt um að óskuldbindandi viljayfirlýsing um yfirtöku hefði borist.

Samhliða því gaf Eyrir Invest hf., stærsti einstaki eigandi Marels, út óafturkallanlega yfirlýsingu um samþykki sitt verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.

Gengi Marels stendur nú í 450 krónum á hlut og hefur hækkað um 100 krónur frá því í gær þegar það lokaði í 350 krónum á hlut.

Fyrir tveimur vikum tilkynnti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, að hann hefði látið af störfum hjá félaginu, en hann hafði verið forstjóri í slétt tíu ár. Hefur Árni átt í deilum við Arion banka sem tók til sín 44 milljónir hluti í Eyri Invest, en það nemur um 4,9% hlut í Marel. 

Árni Oddur og faðir hans, Þórður Magnússon, hafa verið stærstu eigendur Eyris með 39% hlut. Fram hefur komið í fréttum að Arion banki hafi einnig leyst til sín 4,4% hlut hans í Eyri. Er bankinn þar með kominn með 9,3% hlut í Eyri, en þeir feðgar eru með um 29,2%.

Í síðasta mánuði greindi Morgunblaðið frá því að erlendir aðilar hefðu á liðnum misserum þreifað fyrir sér um fjárfestingu í Marel með það fyrir augum að eignast meirihluta í félaginu - eða félagið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK