Ardian kaupir Verne Global

Athafnasvæði gagnavers Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ mbl.is

Breska fjárfestingarfélagið Digital 9 Infrastructure greindi frá því í dag að það hafi samþykkt að selja hlut sinn í gagnasamsteypunni Verne Global fyrir 575 milljónir dollara, sem jafngildir um 80 milljörðum íslenskra króna.

Kaupandinn er franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist fjarskiptafyrirtækið Mílu fyrir tveimur árum. Ardian keypti Mílu á 78 milljarða íslenskra króna.

Verne Global er eigandi stærsta gagnavers landsins sem er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK