Controlant tryggir sér fjármögnun og fækkar starfsfólki

Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant.
Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant.

Controlant hefur tryggt sér 80 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. Samhliða því hefur félagið fækkað starfsfólki um 80, sem skýrist af samdrætti í COVID-19 tengdum verkefnum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 

Í tilkynningunni kemur fram að um sé að ræða 40 milljóna dala fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við 40 milljón dala lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum og Morgunblaðið greindi frá.

Þá kemur jafnframt fram að um 80 störf verða lögð niður þvert á deildir og starfstöðvar félagsins, en vísað er til þess að dreifing og vöktun bóluefna vegna kórónuveiru-faraldursins hafi krafist mikils mannafla. Áfram munu um 450 manns starfa hjá Controlant í fimm löndum.

„Á sama tíma og vöxtur kjarnastarfsemi er sterkur og áhugi á lausnum félagins hefur aldrei verið meiri, mun umfang COVID verkefnisins minnka umtalsvert á næstu misserum. Til að mæta þeim samdrætti  þurftum við að taka þá erfiðu ákvörðun að fækka starfsfólki þvert á svið félagsins. Við kveðjum góða samstarfsfélaga með trega en erum á sama tíma stolt af því sem við höfum áorkað saman,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK