Fleiri kaupsamninga má rekja til ungra kaupenda

Enn hægir á framkvæmdum og samtals eru tæplega fjögur þúsund …
Enn hægir á framkvæmdum og samtals eru tæplega fjögur þúsund íbúðir á sama framvindustigi og þær voru í mars samkvæmt septembertalningu HMS á fjölda íbúða í byggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gerðir voru 110 fleiri kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í september en gerðir voru í ágúst, hlutfallsleg fjölgun kaupsamninga var um 16%. Rekja má fjölgun þeirra til fjölgunar kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu, að fleiri ungir kaupendur hafi komið inn á markaðinn og sala á litlum íbúðum hafi aukist.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir nóvembermánuð.

Framboð húsnæðis eykst en fjöldi heimagistingaleyfa einnig

Framboð íbúða heldur áfram að aukast og eru nú um 3.500 íbúðir til sölu um land allt þar af rúmlega 2.200 á höfuðborgarsvæðinu. Um helmingur þeirra íbúða sem til sölu eru í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru nýjar.

Vísbendingar eru um að skammtímaleiga fækki íbúðum sem eru til langtímanota þar sem fjöldi heimagistingaleyfa hefur vaxið mikið á þessu ári.

Enn hægir á framkvæmdum

Enn hægir á framkvæmdum og samtals eru tæplega fjögur þúsund íbúðir á sama framvindustigi og þær voru í mars samkvæmt septembertalningu HMS á fjölda íbúða í byggingu.

Uppgreiðslur óverðtryggðra lána aukast mikið og eru nú tvöfalt meiri en uppgreiðslur verðtryggðra lána voru þegar þær voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum.

Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hefur vaxið á árinu úr 22,8% í byrjun árs og er nú 24% en hæst fór hlutdeild þeirra í útistandandi íbúðalánum til heimila í 29,6% í apríl 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK