Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR, gerðu með sér samkomulag um starfslok.
Brynja Kolbrún Pétursdóttir sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra fjármála mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa, að því er segir í tilkynningu.
„Sævar Freyr þakkar Benedikt fyrir samstarfið og stefnir að því að kynna skipulagsbreytingar á fjármálasviði fljótlega.
Starf framkvæmdastjóra fjármála OR verður í kjölfarið auglýst laust til umsóknar,“ segir í tilkynningu.