Fjölda starfsmanna var sagt upp hjá íslenska hátæknifyrirtækinu Controlant í morgun að því er heimildir mbl.is herma.
Ástæða uppsagnanna liggur ekki fyrir en mbl.is hefur heimildir fyrir því að rekstrarörðugleikar hafi verið innan fyrirtækisins á undanförnum vikum.
Controlant hefur vaxið mikið á undanförnum árum eftir heimsfaraldur en fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í flutningi bóluefna við covid-19.
Ekki hefur náðst í helstu stjórnendur fyrirtækisins í dag.