Ingvar Smári Birgisson lögmaður segir ekki kunna góðri lukku að stýra hvernig lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skylda fyrirtæki og einstaklinga til að taka að sér löggæsluhlutverk.
Töluvert umtal hefur skapast um nýlegan úrskurð Persónuverndar þar sem neytandi kvartaði yfir því að byggingavöruverslun hefði það fyrir reglu að krefja viðskiptavini um skilríki og kennitölu ef þeir greiddu með reiðufé við kaup á vörum fyrir meira en 50.000 krónur.
„Fyrir íslenskt atvinnulíf hleypur kostnaðurinn vafalaust á mörgum milljörðum króna árlega en erfitt er að meta af nokkurri nákvæmni hver ávinningurinn af þessu er í baráttunni við peningaþvætti,“ segir Ingvar meðal annars í samtali við Morgunblaðið.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.