Beint: Kynningarfundur Ísfélagsins vegna útboðs

Sigurður VE.
Sigurður VE. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutafjárútboð Ísfélagsins verður kynnt á opnum fundi sem fer fram í Arion banka í dag. Arion banki, ásamt Íslandsbanka og Landsbankanum eru umsjónaraðilar útboðsins.

Hlutafjárútboð Ísfélagsins hófst á fimmtudag í síðustu viku og lýkur kl. 14 á föstudag, 1. desember. Eins og áður hefur komið fram stendur til að selja um 14,5% hlut í félaginu. And­virði söl­unn­ar er um 16 millj­arðar króna, en miðað við þær for­send­ur má ætla að markaðsvirði fé­lags­ins sé um 110 millj­arðar króna. Bæði einstaklingum og fagfjárfestum gefst kostur á að taka þátt í útboðinu.

Í framhaldi af útboðinu stendur til að skrá félagið á Aðalmarkað Kauphallarinnar, sem í gær samþykkti að taka bréf félagsins til viðskipta þann 8. desember.

Hægt er að horfa á fundinn í streymi hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK