Fagna opnu samtali við hluthafa félagsins

Marel
Marel mbl.is/Hjörtur

Stjórn Marels hefur svarað Adam Ep­stein, meðstofn­anda fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Telei­os Capital Partners, sem gagnrýnir meðal annars stjórn Marels fyrir að hafa ekki gætt að umboðsskyldu sinni gagnvart öllum hluthöfum.

Teleo­is Capital Partners er einn stærsti er­lendi fjár­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi Mar­el með 3,3 pró­senta hlut. Sjóður­inn styður ákvörðun stjórn­ar að hafna mögu­legu til­boði John Bean Technologies í Mar­el sem greint var frá á dög­un­um.

Í tilkynningu frá stjórn Marels segir meðal annars:

„Til að hámarka virði félagsins metur stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna felur í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun á markaði.“

Stjórnin segist fagna opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios, og mun halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins.

„Stjórn Marel mun áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT sem birtist 24. nóvember 2023, ber með sér,“ segir ennfremur í yfirlýsingu stjórnar Marels.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka