Fyrstu færanlegu hraðhleðslustöðvarnar

Frá vinstri: Guðmundur I. Þorsteinsson, forstöðumaður þróunarsviðs, Vífill Ingimarsson, forstöðumaður …
Frá vinstri: Guðmundur I. Þorsteinsson, forstöðumaður þróunarsviðs, Vífill Ingimarsson, forstöðumaður rekstrarsviðs, Auður Daníelsdóttir, forstjóri, og Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri. Mynd/Aðsend

Orkan hefur tekið í notkun fyrstu færanlegu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi en um er að ræða rafhlöðubanka sem geymir 300 kWh af orku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni og þar segir ennfremur:

„Með rafhlöðubanka myndast minna álag á raforkukerfið og gerir það að verkum að hægt er að tengja lausnina við minni rafmagnstengingu en hefðbundin hraðhleðslustöð en samt sem áður halda fullu afli. Hægt er að nota færanlegu hraðhleðslustöðvarnar sem neyðarlausn í rafmagnsleysi. Með þessari nýjung verður orkunýting mun betri.“

Í tilkynningu segir ennfremur að það sé norska sprotafyrirtækið Elywher sem hanni hanni hraðhleðslustöðvarnar sem eru virkar á Orkunni Miklubraut og Suðurfelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK