Markaðurinn ekki upplýstur um skuldsetningu

Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir atburðarásina í kringum Marel ekki …
Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir atburðarásina í kringum Marel ekki á enda. Enn eigi eftir að berast ný tilboð í fyrirtækið ef að líkum lætur.

„Það hlýtur að koma til tals þegar svona er í pottinn búið að þetta sé kunngert gagnvart markaðsaðilum því augljóslega, sérstaklega þegar staðan var orðin svona slæm hjá forstjóra Marel, þá kann þetta að hafa áhrif […] þetta kann að búa til hvata hjá stjórnendum félaga sem eru meira til skemmri tíma litið. Þá á ég við, t.a.m. eins og verið hefur gagnrýnt hjá Marel um nokkurt skeið að félagið hafi verið með háleit afkomumarkmið sem það síðan hefur ekki náð að uppfylla.“

Þetta segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, í nýjasta þætti Dagmála. Þar ræðir hann um stöðuna sem komin er upp á vettvangi Marel, þar sem forstjóri félagsins, Árni Oddur Þórðarson, er horfinn á braut og Arion banki hefur leyst til sín eignarhluti hans og Þórðar Magnússonar í fjárfestingarfélaginu Eyri, sem er stærsti hluthafi Marel.

Kom á óvart

Bendir hann á að það hafi komið öllum markaðnum verulega á óvart hversu mjög skuldsett eign Árna Odds í Eyri reyndist vera. Eftir fyrrnefndar aðgerðir Arion banka hrundi hlutabréfaverð í fyrirtækinu og hefur mikil óvissa ríkt síðan um hvernig forsvarsmenn Eyris og Marel myndu bregðast við.

Staðan breyttist þó snögglega aðfaranótt síðasta föstudags þegar upplýst var að bandaríska fyrirtækið JBT Technologies hefði gert óskuldbindandi tilboð í allt hlutafé Marel. Hækkaði hlutabréfaverð fyrirtækisins mikið í kjölfarið sem Hörður segir að hafi án nokkurs vafa breytt mjög samningsstöðu bæði Árna Odds en einnig Eyris, sem hefur verið mjög skuldugt á síðustu árum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK