Tólf mánaða verðbólga mælist nú 8% og hækkar örlítið milli mánaða, en í síðasta mánuði nam hún 7,9%.
Greiningardeild Landsbankans spáði því að verðbólga myndi mælast 8%.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,38% milli mánaða og stendur nú í 605,8 stigum. Vísitalan án húsnæðis lækkar um 0,04% milli mánaða og stendur sú vísitala í 496,6 stigum.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,1% (áhrif á vísitöluna 0,40%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 12,8% (-0,23%).