Verðbólgan fer örlítið upp

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 8% og hækkar ör­lítið milli mánaða, en í síðasta mánuði nam hún 7,9%. 

Greiningardeild Landsbankans spáði því að verðbólga myndi mælast 8%. 

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,38% milli mánaða og stend­ur nú í 605,8 stig­um. Vísi­tal­an án hús­næðis lækk­ar um 0,04% milli mánaða og stend­ur sú vísi­tala í 496,6 stig­um.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,1% (áhrif á vísitöluna 0,40%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 12,8% (-0,23%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK