Baltasar Kormákur gerir samning við Apple

Baltasar Kormákur var gestur á fundi Kompanís sem fram fór …
Baltasar Kormákur var gestur á fundi Kompanís sem fram fór í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baltasar Kormákur Baltasarsson, eigandi RVK Studios, hefur gert samning við tæknirisann Apple. Þetta tilkynnti hann á morgunverðarfundi Kompanís sem fram fór í morgun.

Í samtali við mbl.is segir Baltasar að hann geti lítið tjáð sig um samninginn en þetta sé þó stærsta verkefnið sem hann hafi unnið að hingað til.

„Þetta er risastórt verkefni sem Apple eru framleiðendur að, en ég má því miður ekki segja meira. Það er kominn samningur en það er ekki búið að tilkynna þetta,“ segir Baltasar.

Tæknirisinn Apple er orðinn stórtækur í kvikmyndaframleiðslu en meðal verkefna sem Apple hefur komið að má nefna stórmyndina Napoleon sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum og stórmyndina Killers of the Flower Moon sem var sýnd nýverið en þar fer Leonardo DiCaprio með aðalhlutverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK