Umfang fyrirtækisins tvöfaldast

Hjördís Viðarsdóttir, Katrín Stefánsdóttir og Björg Máney Byron Magnúsdóttir.
Hjördís Viðarsdóttir, Katrín Stefánsdóttir og Björg Máney Byron Magnúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Úra- og skartgripaverslunin Klukkan tók stórt skref á dögunum þegar hún opnaði sjötíu og fimm fermetra verslun í Kringlunni. Síðastliðin fimmtíu ár hefur búðin eingöngu verið í Kópavogi.

Nýja verslunin er beint gegnt Bónus, New Yorker og BOSS-búðinni. Fyrir rekur Klukkan verslun og verkstæði á Nýbýlavegi 10 í Kópavogi ásamt netversluninni klukkan.is.

Hjördís Viðarsdóttir verslunarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að með breytingunni megi ætla að umfang fyrirtækisins tvöfaldist.

Hjördís segir að úrabransinn hafi lengi einkennst af smærri búðum eins og þeim sem foreldrar hennar Viðar Hauksson úrsmiður og Katrín Stefánsdóttir ráku í Hamraborg í áratugi.

„Það hafa verið svona smærri aðilar um land allt. Það hefur í raun ekki mikið breyst í tímans rás. Við sáum gott tækifæri til að nútímavæða fjölskyldufyrirtækið og víkka út starfsemina,“ segir Hjördís.

Hún segir að endurnýjun í bransanum hafi verið mjög hæg.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK