Seðlabankinn hafi verið einn í þessu

Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, og …
Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, og Kári S. Friðriksson, greinandi hjá Arion banka, eru gestir Dagmála.

„Það er eins og Seðlabank­inn sé bú­inn að vera einn í þess­ari bar­áttu við verðbólg­una.“

Þetta seg­ir Kári S. Friðriks­son, grein­andi hjá Ari­on, en hann er gest­ur í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag ásamt Má Wolfgang Mixa, dós­ent í fjár­mál­um við Há­skóla Íslands. Í þætt­in­um er farið yfir stöðuna í efna­hags­mál­um hér á landi og er­lend­is, stöðuna á fast­eigna­markaði, kjara­samn­ing­ana sem fram und­an eru, rík­is­út­gjöld­in, vaxta­stig og fleira.

„Það hef­ur komið á óvart hversu seig verðbólg­an hef­ur verið, Seðlabank­inn hefði mátt hækka vexti fyrr og hraðar. Hins veg­ar hafa laun hækkað mikið og rík­is­út­gjöld mættu vera lægri, svo Seðlabank­inn er bú­inn að vera svo­lítið einn í þessu,“ seg­ir Kári.

Halda að sér hönd­um

Már tek­ur und­ir að stjórn­völd hefðu átt að halda meira að sér hönd­um hvað varðar rík­is­út­gjöld.

„Það er ekki heppi­legt að stjórn­völd séu að hækka op­in­ber gjöld á þess­um tíma. Þetta stríðir gegn hag­fræðikenn­ing­um og er í raun bara hag­fræði 101. Síðan má benda á að stjórn­völd hafa lítið gert til að mæta auk­inni hús­næðisþörf vegna fjölda nýrra Íslend­inga.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka