Setja fókus á rafmagnsbílana

Nýr Land Cruiser kemur á götuna undir lok næsta árs. …
Nýr Land Cruiser kemur á götuna undir lok næsta árs. Gera má ráð fyrir því að hann verði vinsæll hér á landi, hér eftir sem hingað til.

Það er ljóst að Toyota ætlar ekki að láta sitt eftir liggja með sterkri innkomu á rafmagnsbílamarkaðinn á næstu árum. Framleiðandinn kynnti í síðustu viku nýjar lausnir í framleiðslu rafmagnsbíla sem eru væntanlegir á götuna á næstu tveimur árum – ásamt fjölda annarra nýrra bíla.

Toyota hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa dregist aftur úr hvað þróun og framleiðslu rafmagnsbíla varðar en spurðir um það eru fulltrúar framleiðandans með svörin á hreinu. Þau eru nokkurn veginn á þá leið að menn vildu vera vissir um að hægt væri að bjóða upp á nægileg gæði í framleiðslu bílanna hvað varðar drægni og endingu.

Þá hefur Toyota verið leiðandi í því sem kallað er hybrid-lausn – sem krefst minna magns af jarðefnum í batterí, hefur í för með sér umtalsvert minni útblástur og er aðgengileg þeim sem hafa ekki endilega haft fjárráð til að kaupa sér rafmagnsbíl (sem hafa fram til þessa verið töluvert dýrari en aðrir bílar).

Benda má á umfjallanir um þetta í bílablöðum Morgunblaðsins og í viðtali við Gill Pratt, forstjóra Toyota Research Institute Inc (TRI) og yfirvísindamanns Toyota Motor Corporation, sem birt var hér í ViðskiptaMogganum í júní sl.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK