Allar Orkustöðvar eru nú Netgíróvæddar

Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar, Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Bryndís …
Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar, Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Bryndís Gísladóttir, sölustjóri Netgíró, og Helgi Björn Kristinsson, forstöðumaður Netgíró.

Orkan og Netgíró hafa efnt til samstarf, sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir þann orkugjafa sem þeir kjósa að nota með Netgíró. Stöðvar Orkunnar eru yfir 70 víðsvegar um landið. Þannig er hægt að greiða fyrir eldsneyti og rafmagn en einnig er hægt að nota Netgíró til að greiða fyrir rúðuvökva úr svo til gerðum dælum sem staðsettar eru á stöðvunum.

„Við höfum fengið fyrirspurnir um möguleika á þessari greiðsluleið frá viðskiptavinum beggja fyrirtækja og er innleiðing á Netgíró á Orkustöðvum því viðbótarþjónusta sem við erum stolt af að geta boðið upp á,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, í tilkynningu frá félögunum.

Helgi Björn Kristinsson, forstöðumaður Netgíró, sagði í samtali við ViðskiptaMoggann fyrir stuttu – þegar tíu ár voru liðin frá stofnun félagsins – að Netgíró hefði verið á undan sinni samtíð. Í tilkynningunni rifjar hann það upp á ný og segir að viðskiptamódel félagsin eigi heima bæði í nútíð og framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK