Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth, sem áður hét Advania Data Centers, hefur tilkynnt um byggingu nýs gagnavers í Kouvola í Finnlandi.
Gagnaverið fær heitið FIN04 og verður byggt á 21 hektara landi 139 kílómetrum norðaustur af höfuðborginni Helsinki.
Áætlað er að fyrsti hluti gagnaversins verði tekinn í notkun seinni hluta ársins 2025.
Gagnaverið verður byggt með það í huga að hægt verði að nýta varma sem myndast við notkun þess til þess að hita upp húsnæði í nágrenninu.
Þetta verður 10. gagnaver atNorth á Norðurlöndunum en þrjú þeirra eru á Íslandi: eitt í Hafnarfirði, annað í Reykjanesbæ og þriðja á Akureyri.