Biðlisti eftir vörum úr selskinni

Guðrún Helga Kristjánsdóttir fatahönnuður líkir nálgun sinni í hönnun við …
Guðrún Helga Kristjánsdóttir fatahönnuður líkir nálgun sinni í hönnun við myndlist þar sem hvert verk er einstakt og sérmerkt. Árni Sæberg

Það er óneitanlega góð staða að vera í þegar langur biðlisti er eftir vörum og ekki þarf að eyða miklum tíma í sölustarf. Það er veruleiki fatahönnuðarins Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttir sem á dögunum sýndi hönnun sína í Ásmundarsal. Sýningin, sem bar yfirskriftina Í góðum selskap, stóð aðeins í einn dag, 22. nóvember.

Guðrún sérhæfir sig í yfirhöfnum og eru engar yfirhafnalínur eins. Á sýningunni sýndi hún yfirhafnir úr sel- og lambaskinni.

Frá sýningu Guðrúnar í Ásmundarsal í nóvember síðastliðnum.
Frá sýningu Guðrúnar í Ásmundarsal í nóvember síðastliðnum. Elísabet Blöndal

„Ég heillaðist af íslensku lambaskinni þegar ég var að vinna útskriftarverkefnið frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Þá sýndi ég fyrstu mokkajakkana úr þessu efni. Ég hélt svo áfram að nota lambaskinnið. Selskinn hef ég hinsvegar ekki notað fyrr en núna,“ segir Guðrún. „Ég hef unnið að selskinnsjökkunum síðastliðin sjö ár,“ bætir hún við.

Sútunarstöð í Qaqortoq

Selskinnið er unnið í sútunarstöð í Qaqortoq á Grænlandi. Þar kynntist hönnuðurinn Nínu Efraimsen sem vinnur með selskinn að hætti heimamanna.

Skinnjakki eftir Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur.
Skinnjakki eftir Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur. Elísabet Blöndal

„Þegar ég sá þessa sútunarstöð á ferðum mínum á Grænlandi bankaði ég upp á og ræddi við fólkið. Þá komst ég að því að þau vinna ekki lengur með fatahönnuðum enda er um fá skinn að ræða þar sem selskinnið er afgangsafurð. Þau gera eigin flíkur fyrir sínar eigin búðir á Grænlandi og í Danmörku. Þar sem ég sýndi mikinn áhuga á vinnsluferlinu varð á nokkrum árum til smá vinasamband og ég fékk að koma og læra að vinna selinn og sauma úr skinninu. Starfsfólkið var heillað af hugsun minni þegar kemur að hönnun, að gera fáar en vandaðar flíkur úr lífrænum efnum. Nína samþykkti að vinna átta jakka með mér. Ég er þakklát og heppin að hafa náð að gera þetta með Nínu.“

Guðrún Helga líkir nálgun sinni í hönnun við myndlist þar sem hvert verk er einstakt og sérmerkt.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK