Hamborgarafabrikkunni lokað á Akureyri

Staðnum á Akureyri verður lokað 23. desember.
Staðnum á Akureyri verður lokað 23. desember. Ljósmynd/Hamborgarafabrikkan

Hamborgarafabrikkan á Akureyri heyrir brátt sögunni til. Staðnum verður lokað á aðfangadag en útibú Hamborgarafabrikkunar hefur verið starfrækt á Akureyri í rúman áratug. 

Veitingastaðurinn verður opinn út 23. desember en lokar svo alfarið. 

Akureyri.net greinir frá og hefur eftir Jóhanni Stefánssyni framkvæmdastjóra að ákvörðunin hafi verið tekin í september á þessu ári. Var hún tekin í ljósi þess að samningar renna út nú um áramótin. Hamborgarafabrikkan er á jarðhæð KEA-hótelsins. 

30% afsláttur verður af öllu á veitingastaðnum á meðan birgðir endast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK