Kaffihúsinu og versluninni Lólu Flórens að Garðastræti 6 í Reykjavík hefur verið lokað. Greint er frá á Facebook-síðu Lólu Flórens og þar sagt frá að samningar hafi ekki náðst við húseiganda um leigu.
Vefverslun verður þó áfram starfrækt.
Æskuvinkonurnar Íris Ann Sigurðardóttir og Svava Ástudóttir opnuðu kaffihúsið vorið 2022. Segja þær í færslunni að það hryggi þær mjög að þurfa að loka Lólu Flórens. Þær sú nú báðar farnar í hvíld eftir erfiða samningalotu við húseigendur.