Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn aðfanga- og birgðastjóri hjá Einingaverksmiðjunni og hefur nú þegar hafið störf. Hann var áður í sjálfstæðum atvinnurekstri, þar sem hann starfaði aðallega við innkaupa-, flutninga- og vörustýringu.
Þá var hann innkaupa- og flutningsstjóri hjá United Silicon í þrjú ár og hefur starfað sem sérfræðingur hjá Icelandair, MAERSK Line, Rio Tinto og var slökkviliðsstjóri á Akureyri.
Þorvaldur er með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands, M.Sc. í verkfræði frá Háskólanum í Lundi og M.Sc. í alþjóðafjármálum og -bankastarfsemi frá Háskólanum á Akureyri.