Skoða þurfi áhrif inngripa á fasteignamarkað

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics.
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics. Kristófer Liljar

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri greiningarfyrirtækisins Reykjavík Economics, segir að ljóst sé að öll inngrip hafi áhrif á markaðinn og fasteignamarkaðir séu þess eðlis að þeir bregðist við aðgerðum stjórnvalda á hverjum tíma.

„Það á ekki að fara í aðgerðir án þess að greina hvaða áhrif það hefur á eftirspurnar- og framboðshlið markaðarins á hverjum tíma. Stefnumörkun á íbúðamarkaði þarf að byggja á ítarlegum rannsóknum og það skiptir máli hvernig stjórntækjum eins og t.d. hlutdeildarlánum er beitt,“ segir Magnús Árni.

Hann bendir jafnframt á að ef kreppir að á íbúðamarkaði þá geti hlutdeildarlán aukið framboðið og verið hvati fyrir byggingariðnaðinn að fara í framkvæmdir. Ef eftirspurn er hins vegar mikil á markaði þá geta slík stjórntæki hækkað verð.

„Þetta fer eftir því hversu mikil eftirspurn er eftir húsnæði, nú er staðan sú Seðlabankinn hefur verið að reyna að kæla íbúðamarkaðinn og því þarf að gæta vel að öllum aðgerðum sem gætu haft áhrif á verðstöðugleika.“

Eftispurnarhvetjandi aðgerðir

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir umhugsunarefni að stjórnvöld séu með eftirspurnarhvetjandi aðgerðir á íbúðamarkaði sem hefur verið og er jafnvel enn eftirspurnardrifinn.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að hlutdeildarlánin hafi gefið góða raun og feli í sér stuðning ríkis við tekju- og eignaminni aðila til að fjárfesta í eigin húsnæði.

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK