Verðbólga hækki en lækki svo

Flugfargjöld til útlanda vega hátt til hækkunar á vísitölunni í …
Flugfargjöld til útlanda vega hátt til hækkunar á vísitölunni í desember. Kristinn Magnússon

Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spá því að verðbólga hækki í desember. Báðir bankar spá því einnig að verðbólga taki að hjaðna strax á næsta ári. Verðbólga mælist nú 8%.

Landsbankinn spáir því að ársverðbólga hækki í 8,1% í desember en Greining Íslandsbanka telur að hún hækki í 8,3%. Báðir bankarnir telja að þar með nái ársverðbólga hámarki og hjaðni eftir áramót. Landsbankinn spáir því að hún verði 7,3% í mars, 6,8% í febrúar og 6,7% í mars. Greining Íslandsbanka spáir þó örlítið hærri verðbólgu og að hún verði 7,8% í janúar en 7,1% í mars.

Greining Íslandsbanka segir að í janúar muni vegast á útsölur og hækkun opinberra gjalda, þá muni útsölulok hafa áhrif í febrúar og teygja sig fram í mars. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn 21. desember nk.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK