Bláa lónið opnar að nýju

Bláa lónið opnar að hluta til á sunnudaginn.
Bláa lónið opnar að hluta til á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið opnar að hluta til sunnudaginn 17. desember, en lóninu var lokað 9. nóvember síðastliðinn vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. 

Fram kemur í tilkynningu sem Bláa lónið sendi frá sér í kvöld að frá og með sunnudeginum 17. desember opni lónið sjálft, veitingastaðurinn Lava og heilsulindir lónsins á nýjan leik.

Þá verði hótelin Silica og Retreat ásamt veitingastaðnum Moss haldið lokað að svo stöddu, en staða þeirra verður endurmetin að morgni 21. desember. 

Í tilkynningu Bláa lónsins segir að opnunartími þess verði á milli 11-20 á sunnudag og er gestum bent á að kynna sér komuleiðbeiningar fyrirtækisins þar sem eingöngu rútur séu leyfðar á Grindarvíkurvegi.

Þá sé jafnframt hægt að nálgast frekari upplýsingar um uppfærðan opnunartíma Bláa lónsins og öryggisráðstafanir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga á heimasíðu fyrirtækisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK