Félagsheimilið á Staðarfelli í höndum nýs eiganda

Systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað, …
Systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað, Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Halldórsson við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Dalabyggð, Kvenfélagið Hvöt og Ungmennafélagið Dögun hafa selt félagsheimilið að Staðarfelli á Fellsströnd. Nýr eigandi er fyrirtækið La Dolce Vita ehf., sem er í eigu Baldurs Ingvarssonar staðarhaldara á Staðarfelli.

Félagsheimilið var reist árið 1931 og var stækkað árið 1960. Það hefur verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströnd um áratugaskeið og eiga margir góðar minningar þaðan. Við söluna var samið um að Ungmennafélaginu Dögun væri heimiluð áframhaldandi notkun að félagsheimilinu til þess að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, og annað félagsstarf í sveitinni í samráði við nýjan eiganda.

Í tilkynningu segir að Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri hafi undirritað söluna fyrir hönd Dalabyggðar. Fram kemur að salan falli vel að hugmyndum í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK