Orkustofnun fær ráðgjöf við samskipti

Halla Hrund Logadóttir var skipuð orkumálastjóri árið 2021.
Halla Hrund Logadóttir var skipuð orkumálastjóri árið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkustofnun hefur á þessu ári greitt ráðgjafarfyrirtækinu Langbrók rúmar 5,7 milljónir króna vegna aðkeyptrar þjónustu.

Í svari Orkustofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins um greiðslurnar kemur fram að stofnunin hafi fyrr á þessu ári gert verktakasamning við Langbrók sem hefur nú það hlutverk að sinna samskiptamálum fyrir Orkustofnun. Enginn samskiptastjóri sé fastráðinn við störf hjá stofnuninni enda standi til að sameina hana Umhverfisstofnun. Fulltrúi Langbrókar sinnir því samskiptamálum og er á lista yfir starfsmenn stofnunarinnar á vef Orkustofnunar. 

Þá hafi Langbrók einnig aðstoðað við undirbúning ársfundar og önnur tilfallandi verkefni. Um 40 manns starfa hjá Orkustofnun samkvæmt vef stofnunarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að starfsmaður á vegum ráðgjafafyrirtækisins sinni nú samskiptamálum fyrir Orkustofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka