Sýn sektað um 1,5 milljónir króna

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Hari

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi gerst brotleg við fjölmiðlalög þegar hún birti auglýsingu frá Víking brugghúsi fyrir Víking gylltan bjór á Vísi.is.

Að mati Fjölmiðlanefndar, braut Sýn fjölmiðlalög þegar fullyrt var neðst í auglýsingu að um léttöl væri um að ræða, en á sama tíma voru birtar upplýsingar um að Víking gylltur hefði fengið gullviðurkenningu á European beer challenge. Hið rétta var að áfenga útgáfan hafði hlotið verðlaunin.

Það vakti einnig athygli nefndarinnar að meðan fyrrnefnd auglýsinga var í birtingu á Vísi að þá birtust einnig auglýsingar fyrir Víking lite og Víking lager með textanum „léttöl“ neðst í auglýsingunni.

Litið til alvarleika brotsins við ákvörðun á sektarfjárhæð

Í úrskurðinum er vísað til þess að í auglýsingunni hafi verið flaska af Víking Gylltum með svörtum stöfum sem gefi til kynna að um áfengu útgáfuna sé að ræða, en ekki með hvítum stöfum sem tákni léttöl.

Fjölmiðlanefnd vísaði á bug sjónarmiðum Sýnar að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á auglýsingum viðskiptavina sinna og þeir hafi verið í góðri trú um að auglýsingin stæðist lög.

Enn fremur vísað nefndin því á bug að Fjölmiðlnefnd væri með ákvörðun sinni að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðlaveitunar. Fjölmiðlanefnd lagði því 1,5 milljón króna stjórnvaldsekt á Sýn og segir orðrétt í niðurstöðum nefndarinnar að „við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn lögum og jafnframt var litið til eðli brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka