Taka við rekstri flugeldhúss Icelandair

Jonathan Stent Torriani, forstjóri Newrest Group, og Bogi Nils Bogason, …
Jonathan Stent Torriani, forstjóri Newrest Group, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Ljósmynd/Aðsend

Newrest Group, eitt fremstu fyrirtækja heims í rekstri flugeldhúsa, tekur við rekstri flugeldhúss Icelandair. Fyrirtækið annast meðal annars framleiðslu veitinga um borð í flugum SAS, Delta, United Airlines og Air Canada.

Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi og þar eru framleiddar veitingar sem boðið er upp á í flugi Icelandair. Newrest tekur við rekstri eldhússins 1. febrúar næstkomandi en samningurinn er til tólf ára.

Breytingar í starfsmannahópi sem minnstar

„Við erum spennt fyrir samstarfinu við Newrest sem er með mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa. Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair í fréttatilkynningu.

Segir Bogi Icelandair leggja mikla áherslu á að sem minnstar breytingar verði á starfsmannahópnum, enda búi starfsfólk eldhússins á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem muni nýtast nýjum rekstraraðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka