Aukið gullmagn á Nanoq leitarsvæðinu

Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq.
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq. Stefán Einar

Námufyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur víðtækar rannsóknar- og námuheimildir á Suður-Grænlandi, hefur tilkynnt aukna leitarmöguleika í Nanoq-gullnámunni, sem er að öllu leyti í eigu fyrirtækisins, sem þýðir að náman er tilbúin til frekari vinnslu.

Þetta kemur fram í kjölfar frekari skoðunar á jarðeðlisfræðilegum gögnum ársins 2022, frá ALS Goldspot Discovery, sem eru sérfræðingar í notkun gervigreindar við námugröft. Jafnramt tilkynnir fyrirtækið að jarðeðlisfræðilegum rannsóknum á þessu ári sé lokið.

Gervigreind eykur skilning á námusvæðinu

„Í kjölfar vel heppnaðra tilraunaborana Amaroq í Naluanq á árinu 2023 hyggjumst við halda áfram að leita frekari gullgraftarmöguleika eftir öllu Nanortalik-gullbeltinu. Rannsóknin, þar sem notast var við sérfræðiþekkingu ALS Goldspot, hefur aukið til muna skilning okkar á Nanoq-námusvæðinu, sem hefur þann kost að liggja á yfirborðinu. Um þessar mundir erum við að þróa boráætlun fyrir Nanoq til að staðfesta og stækka magn í þeirri vegferð að gera Nanoq einnig að vinnslusvæði,"segir James Gilbertson framkvæmdarstjóri Amaroq, í tilkynniungu frá félaginu.

Hann bætir því að rannsóknarteymi Amaroq haldi áfram að marka í spor í skilningi þeirra á jarðfærði Suður-Grænlands. Lokið hefur verið við jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á u.þ.b. 10.000 km og nú taki við ítarleg greining og túlkun á gögnunum.

„Þetta er til marks um einbeittan vilja okkar til að halda áfram að leita verðmætra málmum í ýmsum jafnefnabeltum,“ segir Gilbertsson.

Stærð Nanoq-námunar aukist enn frekar

Þá kemur fram í tilkynningunni að rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að í Nanoq eru þrjú svæði með berg sem inniheldur gull og kopar, allt að 20 metra þykk, með allt að 118 g/t af gulli og 3,83% af kopar við yfirborðið. Jarðfræðigreiningar og ítarlegar gagnarannsóknir hafa sýnt að möguleg stærð og umfang Nanoq-námunar aukist enn frekar og vísbendingar eru um 25 km belti sem tengir svæðið annað gullverkefni Amaroq.

Frá gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi.
Frá gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi. MBL/GFV
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK