Renata ráðin til Nova

Framkvæmdastjórn Nova. Frá vinstri; Þuríður Björg Guðnadóttir, Þórhallur Jóhannsson, Margrét …
Framkvæmdastjórn Nova. Frá vinstri; Þuríður Björg Guðnadóttir, Þórhallur Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Ólafur Magnússon og Renata Blöndal. Mynd/Gunnar Svanberg

Renata Blöndal hefur verið ráðin í starf fararstjóra (Chief Strategy Officer) Nova og tekur hún jafnframt sæti í framkvæmdastjórn hjá félaginu. Í tilkynningu frá Nova kemur fram að Renata mun leiða stefnumótun Nova ásamt því að greina helstu vaxtartækifæri til framtíðar. 

Renata kemur til Nova frá Arctic Adventures þar sem hún var framkvæmdastjóri sölu og þjónustu. Áður starfaði hún hjá CCP, Meniga, Landsbankanum og Krónunni þar sem hún leiddi meðal annars þróun á Snjallverslun Krónunnar. Renata er með M.Sc. gráðu í Management Science and Engineering frá Columbia háskóla í New York og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka