Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,7% og lækkar því lítillega frá því í síðasta mánuði þegar hún mældist 8%.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2023, er 608,3 stig og hækkar um 0,41% frá fyrri mánuði, að sögn Hagstofunnar.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 497,9 stig og hækkar um 0,26% frá nóvember síðastliðnum.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8%.