Fjórir aðilar áfram í söluferli TM

Kvika banki og TM.
Kvika banki og TM. Samsett mynd

Óskuldbindandi tilboð hafa borist í tryggingarfélagið TM, bæði í félagið í heild sinni og að hluta. Fjórir aðilar fá aðgang að frekari upplýsingum og munu halda áfram í söluferlinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka, móðurfélags TM til Kauphallarinnar.

Áður hafði Kvika tilkynnt um upphaf á söluferli TM trygginga hf, en félögin voru sameinuð árið 2021, eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Voru þau sameinuð undir merkjum Kviku, en TM, sem einnig var skráð á markað á þeim tíma, færði vátryggingastarfsemi sína í nýtt félag, TM tryggingar hf., sem varð dótturfélag sameinaðs félags.

mbl.is

Í tilkynningunni kemur fram að stjórn bankans hafi lagt mat á tilboðin og í kjölfarið ákveðið að bjóða fjórum aðilum að halda áfram í söluferlinu og veita þeim aðgengi að áreiðanleikakönnunum og frekari upplýsingum.

Ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í TM, sem gæti lokið með sölu á félaginu í heild eða skráningu í kauphöll.

Tekið er fram að nánar verði upplýst um framvindu ferlisins um leið og ástæða sé til og í samræmi við upplýsingaskyldu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK