Ragnar ráðinn framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs Wise

Ragnar Már Magnússon og Stefán Þór Stefánsson hjá Wise.
Ragnar Már Magnússon og Stefán Þór Stefánsson hjá Wise. Ljósmynd/Aðsend

Upplýsingafyrirtækið Wise hefur ráðið Ragnar Má Magnússon sem framkvæmdastjóra ráðgjafasviðs fyrirtækisins. Stefán Þór Stefánsson fær nýtt hlutverk innan Wise sem framkvæmdastjóri nýstofnaðs sölu- og markaðssviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wise.

„Ragnar hefur yfir 20 ára reynslu á sviði upplýsingatækni og hefur m.a. byggt upp greiningardeildir, stýrt hugbúnaðarþróun og leitt stafræn umbreytingarverkefni,“ segir í tilkynningunni.

Ragnar hefur meðal annars starfað hjá Össuri og Advania. Hann er með meistaragráðu í stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Háskólanum á Bifröst. Hann er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK