Barbie langstærsta mynd 2023

Margot Robbie fer með hlutverk Barbie í samnefndri kvikmynd í …
Margot Robbie fer með hlutverk Barbie í samnefndri kvikmynd í leikstjórn Gretu Gerwig. AFP/Justin Tallis

Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri Samfilm, dreifingarhluta Sambíóanna, segir að árið hjá fyrirtækinu hafi á margan hátt verið mjög gott.

„Við erum enn ekki komin út úr covid-ástandinu hvað aðsókn varðar en það eru margir ljósir punktar á árinu,“ segir Þorvaldur en eins og áður hefur verið fjallað um dróst aðsókn í bíó mikið saman í faraldrinum vegna samkomutakmarkana.

„Til dæmis komu nokkrar stórar kvikmyndir skemmtilega á óvart á árinu. Þrjár íslenskar myndir hlutu mjög góða aðsókn. Villibráð byrjaði árið með trompi og sló rækilega í gegn. Í febrúar kom svo Napóleonsskjölin, sem gerð er eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, og í haust kom myndin Kuldi, byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttur. Það hjálpar markaðnum að fá svona sterkar íslenskar myndir.“

Þorvaldur segist hafa velt því fyrir sér í byrjun ársins hvort það væri virkilega þannig að vinsælasta kvikmynd ársins væri strax komin, þ.e. Villibráð. Svo hafi Barbie mætt um sumarið og hlotið metaðsókn um allan heim, þar á meðal hér á landi.

„Barbie varð langstærsta mynd ársins og yfir 80 þúsund manns sáu hana í bíó,“ segir Þorvaldur.

Oppenheimer var frumsýnd sama dag og Barbie og hlaut einnig mjög góða aðsókn. Sýningar á báðum myndum í röð undir heitinu Barbenheimer urðu vinsælar og hlutu mikla athygli á samfélagsmiðlum.

„Þær lyftu hvor annarri upp,“ segir Þorvaldur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu sem kom út 28. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK