Barbie langstærsta mynd 2023

Margot Robbie fer með hlutverk Barbie í samnefndri kvikmynd í …
Margot Robbie fer með hlutverk Barbie í samnefndri kvikmynd í leikstjórn Gretu Gerwig. AFP/Justin Tallis

Þor­vald­ur Árna­son fram­kvæmda­stjóri Sam­film, dreif­ing­ar­hluta Sam­bíó­anna, seg­ir að árið hjá fyr­ir­tæk­inu hafi á marg­an hátt verið mjög gott.

„Við erum enn ekki kom­in út úr covid-ástand­inu hvað aðsókn varðar en það eru marg­ir ljós­ir punkt­ar á ár­inu,“ seg­ir Þor­vald­ur en eins og áður hef­ur verið fjallað um dróst aðsókn í bíó mikið sam­an í far­aldr­in­um vegna sam­komutak­mark­ana.

„Til dæm­is komu nokkr­ar stór­ar kvik­mynd­ir skemmti­lega á óvart á ár­inu. Þrjár ís­lensk­ar mynd­ir hlutu mjög góða aðsókn. Villi­bráð byrjaði árið með trompi og sló ræki­lega í gegn. Í fe­brú­ar kom svo Napó­leons­skjöl­in, sem gerð er eft­ir sögu Arn­ald­ar Indriðason­ar, og í haust kom mynd­in Kuldi, byggð á sögu Yrsu Sig­urðardótt­ur. Það hjálp­ar markaðnum að fá svona sterk­ar ís­lensk­ar mynd­ir.“

Þor­vald­ur seg­ist hafa velt því fyr­ir sér í byrj­un árs­ins hvort það væri virki­lega þannig að vin­sæl­asta kvik­mynd árs­ins væri strax kom­in, þ.e. Villi­bráð. Svo hafi Barbie mætt um sum­arið og hlotið metaðsókn um all­an heim, þar á meðal hér á landi.

„Barbie varð lang­stærsta mynd árs­ins og yfir 80 þúsund manns sáu hana í bíó,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Opp­en­heimer var frum­sýnd sama dag og Barbie og hlaut einnig mjög góða aðsókn. Sýn­ing­ar á báðum mynd­um í röð und­ir heit­inu Barben­heimer urðu vin­sæl­ar og hlutu mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

„Þær lyftu hvor ann­arri upp,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu sem kom út 28. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK