Mikill kostnaður af lokun Bláa lónsins

Það er ekki oft sem maður sér Bláa lónið tómt, …
Það er ekki oft sem maður sér Bláa lónið tómt, en þannig er að þessa dagana. Þessi mynd er tekin í lok nóvember sl. Eggert Jóhannesson

Áætlað tekjutap Bláa lónsins vegna lokana á liðnum vikum er á bilinu 4-4,5 milljarðar króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Bláa lónið hefur nú verið lokað í um sjö vikur, að tveimur dögum undanskildum. Starfseminni þar var lokað 8. nóvember sl. í kjölfar mikilla jarðhræringa á svæðinu. Fyrir utan baðlónið sjálft er um að ræða tvö hótel, veitingastaði, heilsulind, rannsóknarstofu o.fl.

Eðli málsins samkvæmt liggur ársreikningur Bláa lónsins fyrir árið í ár ekki fyrir. Tekjur félagsins í fyrra námu um 16,7 milljörðum króna og nam hagnaðurinn þá um milljörðum króna. Þó svo að ferðaþjónustan hafi ekki tekið að fullu við sér fyrr en um mitt ár í fyrra í kjölfar kórónuveirufaraldursins var um algjör umskipti að ræða á milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur aukist á milli ára nú í ár en heilt yfir má bera árið 2023 saman við metárið 2018. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu tekjur Bláa lónsins aukist enn frekar í ár og námu fyrstu tíu mánuði ársins um 18,5 milljörðum króna. Ekkert liggur þó fyrir um hagnað á því tímabili.

Áætlaðar skattspor af starfsemi Bláa lónsins, miðað við að starfsemi félagsins sé eðlileg, er tæpar 20 milljónir króna á dag samkvæmt útreikningum blaðsins. Bláa lónið hefur nú verið lokað í rúmlega 50 daga. Hið opinbera hefur þó enn tekjur af Bláa lóninu þar sem félagið er enn að greiða starfsfólki sínu laun, þannig að ríki og sveitarfélög fá tekjur af þeim launagreiðslum. Það dregur því úr tapi hins opinbera. Um 800 manns starfa hjá Bláa lóninu, en félagið er stærsti launagreiðandinn á Suðurnesjum.

Hér er enn ótalinn kostnaður af innkaupum félagsins, en heildarinnkaup í fyrra námu rúmlega sjö milljörðum króna. Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um innkaup á þessu ári, en ljóst er að heldur hefur dregið úr þeim á liðnum vikum með tilheyrandi minnkun á virðisaukaskattsskyldri veltu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK