Gefur lítið fyrir útreikning SKE

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við HÍ, er gagn­rýn­inn á skýrslu sem Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) birti í síðustu viku um reiknaðan ábata vegna íhlut­un­ar eft­ir­lits­ins. Þar tel­ur eft­ir­litið að þjóðarbúið hafi hagn­ast um 10-17 millj­arða króna frá 2013 til 2022 vegna íhlut­un­ar­inn­ar.

Ragn­ar og aðrir viðmæl­end­ur ViðskiptaMogg­ans ef­ast um út­reikn­inga SKE, telja þá víðs fjarri raun­veru­leik­an­um og að eft­ir­litið gefi sér for­send­ur sem stand­ist ekki skoðun.

Að sögn Ragn­ars er mat SKE á þjóðhags­leg­um áhrif­um af verðlags­eft­ir­lit­inu bein­lín­is hag­fræðilega rangt.

„Það sem reynt er að meta er ávinn­ing­ur kaup­enda af þess­um ímynduðu verðlækk­un­um en ekki tekið á móti tap selj­enda af því að þurfa að taka á sig þessa verðlækk­un. Þannig að þjóðhags­leg­ur ávinn­ing­ur af ein­hverj­um svona verðlækk­un­um er kannski ef miðað er við að magnið breyt­ist ekki neitt, og er kannski bara núll.

Með öðrum orðum er verið að milli­færa frá fram­leiðend­um til neyt­enda. Að þessu leyti er rangt að bera þetta mat sam­an við þjóðarfram­leiðsluna, sem er mæli­kv­arðinn á þjóðhags­leg­an ávinn­ing yfir árið,“ seg­ir Ragn­ar.

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK