Erlend netverslun aldrei verið meiri

Erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri hér á landi.
Erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun í nóvember samkvæmt nýjustu mælingum, sem sýna 25,9% aukningu á milli ára.

Erlend netverslun hefur því aldrei mælst meiri síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf að safna saman gögnum um erlenda netverslun Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarsetrinu.

Innlend netverslun tæplega sexfalt meiri

Netverslun innanlands í nóvember 2023 samkvæmt kortaveltugögnum RSV nemur tæpum 18 milljörðum króna.

Þá vekur athygli að flokkurinn bækur, blöð og hljómplötur hefur færst í aukana og fólk er að sjá hag sinn í því að kaupa bækur í erlendri netverslun, en flokkurinn hækkar um 45,7% á milli ára og nam 104 milljónum króna í nóvember.

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur haldið úti netverslunarvísi RSV frá janúar 2022 með því að fá gögn um erlenda netverslun Íslendinga frá Tollinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK