Fjármálalæsi verði skylda

Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún Jónsdóttir. mbl.is/Arnþór

Samræma þarf kennslu í fjármálalæsi, að mati Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), og innleiða það sem skyldu í skólakerfinu.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að það virðist vera mjög mismunandi eftir skólum hvort þeir kenni fjármálalæsi eða ekki. Sumir skólar séu með fagið sem skyldu, aðrir bjóði ýmist upp á það sem valfag eða hreinlega kenni það ekki.

„Við viljum að fjármálalæsi verði gert að skyldu í grunnskólum. Það er ljóst að það er ekki jafnræði milli barna í þessum málaflokki og því þarf að bæta úr,“ segir Heiðrún og bætir við að okkur myndi ekki detta í hug að hleypa börnum út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar og mikilvægt sé að útskrifa börn ekki úr grunnskóla án þess að kenna þeim grundvallaratriði fjármálalæsis. Þá þurfi að taka tillit til þess að fjármálaþekking foreldra sé misjöfn og því verði skólakerfið að kenna öllum börnum grundvallarþekkingu í fjármálalæsi til að jafna stöðu allra barna að þessu leyti.

Hefðu viljað meiri fræðslu

Í nýrri könnun Gallups sem unnin var fyrir SFF kemur fram að 74% aðspurðra segja að fjármálafræðsla eigi heima í grunn- og framhaldsskólum, en fæstir telja sig hafa fengið slíka fræðslu þar, heldur fremur hjá foreldrum eða á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum eða á netinu.

Könnunin er sambærileg könnun sem lögð var nýlega fyrir innan Evrópusambandsins. Forsvarsmönnum ESB þótti niðurstöður hennar almennt benda til þess að þekkingu á fjármálalæsi væri ábótavant hjá stórum hluta almennings.

Meðal niðurstaðna í könnun Gallups á fjármálalæsi Íslendinga var að einungis 55% aðspurðra svöruðu rétt spurningu sem sneri að einföldum vaxtaútreikningi og einungis 68% svöruðu rétt spurningu þar sem reyndi á skilning á verðbólgu.

Heiðrún bætir við að í sömu könnun hafi komið fram að um 90% aðspurðra hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla en eingöngu 10% sögðust hafa lært fjármálalæsi í grunnskóla.

„Fræðslan verður að taka mið af umhverfinu í dag. Það er þessi mikli hraði og samfélagslega pressa og þú getur skuldbundið þig með einföldum hætti í gegnum síma. Því er mikilvægt að kenna hvað ber að varast,“ segir Heiðrún.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 18. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK