Andri Þór verður nýr formaður Viðskiptaráðs

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er einn í kjöri til formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fram fer í febrúar. Ari Fenger, forstjóri 1912 ehf., lætur þá af formennsku eftir að hafa gegnt því embætti í fjögur ár.

Andri Þór hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs um árabil og þekkir því vel til starfsemi ráðsins.

„Ég vona að ég geti sett mitt mark á starf Viðskiptaráðs, sem hefur verið öflugur málsvari viðskiptafrelsis í áratugi,“ segir Andri Þór í samtali við ViðskiptaMoggann sem kemur út í fyrramálið, en þar verður nánar rætt við hann.

Það mun koma í hlut Andra Þórs að ráða nýjan framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á árinu. Sem kunnugt er mun Svanhildur Hólm Valsdóttir láta af því starfi síðar á árinu þegar hún tekur við embætti sendiherra Íslands í Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK